Klukkupúsl

44522679_493943751108824_2541893256455651328_n

Núna erum við að læra um klukkuna og þá nýtum við okkur púslhugmyndina frá því áður. Notaðir eru þrír púslbitar, tímasetning skrifuð í miðjuna með bókstöfum og tímasetningar tölvuklukku að morgni og eftir hádegi.

Púslið er sett í nokkra poka og eru um 9 tímasetningar í hverjum þeirra. Við setjum lítil merki í hornin, t.d. kross og hringi, svo við vitum í hvaða poka bitarnir sem finnast á gólfinu eiga að vera.

Hundrað reita spil

44279892_186502082243398_7654264894140710912_n

Hér er skemmtilegt spil sem við sáum á netinu. Spilið er þannig að tveir spila saman og eru með óútfyllta hundraðtöflu og sitt hvorn litinn. Leikmenn skiptast á að skrifa tölu inn í töfluna og þarf að setja hana á réttan stað í töflunni. Þegar fjórar tölur í sama lit eru komnar í röð fær sá með þann lit eitt stig. Haldið er áfram þangað til búið er að fylla út alla töfluna. Einnig er hægt að nota þriggja stafa tölur. Spilið er góð æfing í því hvernig töflurnar eru byggðar upp og til að æfa krakkana í að hoppa áfram og aftur á bak um heila tugi.

Spilaborð með hundrað reitum.

 

Samlagning

44054707_2161291784143492_2034998239769395200_n (1)
Hér eru tugastangir notaðar.

Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.

44033721_1106900879464881_2095146469316100096_n
Hér eru tugastangirnar notaðar til að telja áfram.

Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.

43951220_341206996448482_62190142898569216_n
Hér voru teiknuð strik í stað kubba.

Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.

44073589_180795686140138_5152651898276282368_n
Lesið og skrifað.

Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.

44034095_2241460046133061_1806277611916099584_n
Kubbar notaðir við vinnu.

Verkefni: Leggðu saman tugina.

Verkefni: Einingar, tugir, hundruð.

Peningar

43055721_962857293911834_2523382020424335360_n

Þessi spjöld gerðum við upphaflega fyrir búðarleik sem sagt er frá í annarri færslu hérna á síðunni. Þau hafa reynst okkur vel og hægt er nýta þau á margvíslegan hátt og einnig vekja leikföngin áhuga hjá börnunum. Við útbjuggum okkar spjöld sjálfar og plöstuðum en það gæti verið gaman að fá krakkana í lið með sér og þau búa sjöldin til sjálf. Þau æfa sig að klippa og þjálfa fínhreyfingar í leiðinni.

43058997_270080396951580_4723005514835820544_n

Hér notum spjöldin í samlagningu, nemendur draga tvö spjöld og nota peninga við að leysa dæmið.

Upphaflega voru spjöldin gerð með tveggja stafa tölum en þegar við fórum að vinna með þriggja stafa tölur gerðum við nýja miða með hærri upphæðum. Nýju miðarnir voru svo festir á spjöldin með kennaratyggjói. Miðana má nálgast undir myndunum hér fyrir neðan.

43052391_139939816961266_4846755655916191744_n
Upphæðir 21 kr.  – 99 kr.

Í þessu verkefni voru krakkanir að æfa sig með peninga og finna rétta upphæð úr peningakassanum. Þau voru þá tvö saman með nokkur spjöld og lögðu rétta upphæð á spjaldið.

43167756_918611938319007_2425798924645171200_n
Upphæðir 100 kr. – 990 kr.

Hér eru sömu spjöld en búið að setja hærri upphæðir á þau. Verkefnið er það sama að finna rétta upphæð úr peningakassanum. Við höfum bæði notað þetta verkefni á stöð í hringekju en þetta er einnig gott aukaverkefni til að grípa í þegar einhver klárar verkefni.

 

Pakka púsl

42799429_2359037237456923_2528249017234620416_n

Þessi skemmtilegu púsl eru búin til úr morgunkorns pökkum. Við klipptum framhliðarnar af pökkunum og strikuðum svo línur á bakhliðina til að fá formin.
Í þessum púslum notuðum við þríhyrninga, en höfum líka gert þau með blönduðum  formum.

42928817_240159396663075_2364134352599646208_n
Gott er að hafa línurnar langar, þegar byrjað er á púslinu.

Þetta er gott verkefni þegar verið er að vinna með formin, mögulegt er að notast við eitthvað eitt form eða hafa blöndu af formum. Þegar verið er að vinna með eitt form t.d. þrí- eða ferhyrninga þarf að velta fyrir sér hvernig strika eigi línurnar svo formin birtist. Þetta er því einnig gott samvinnuverkefni vegna umræðunar sem á sér stað á meðan það er unnið. Einnig er áhugavert að sjá hversu mismunandi útgáfur af formunum birtast.

42797494_697033913998276_8559639627860803584_n

Púslin leyna á sér og er stundum ekki eins auðvelt og maður heldur að setja þau saman aftur. Gaman er að taka tíman hversu lengi er verið að púsla þau og jafnvel hafa miða með hverju púsli til að skrá tímatökuna á. Við geymum okkar púsla í litlum zip-lock pokum. Ef magir eru með eins morgunkorns pakka er gott að setja litaða doppu á hvern púsl bita. Þá sér maður strax í hvaða poka stykkið á fara ef það finnst t.d. á gólfinu.

Talnasúpa

42044423_1381929361941151_4946377851843641344_n

Í íslensku notum við oft orðasúpur og hafa krakkarnir mjög gaman að því að leysa þær. Við gerðum því talnasúpur fyrir þau til að leysa í stærðfræði. Talnasúpurnar eru þrjár með tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölum . Þær eru hér í viðhengi fyrir neðan og þarf bara að prenta út og byrja!

Talnasúpa tveggja stafa tölur.

Talnasúpa þriggja stafa tölur.

Talnasúpa fögurra stafa stöfur.

Á netinu er einnig hægt að finna talnasúpur með því að leita eftir “number word search” og koma þá ýmsir möguleikar af verkefnablöðum. Að auki er hægt að finna forrit sem búa til talnasúpur sem svo mögulegt er að prenta út sjálf/ur.

Flatarmál

31081656_10216200774512719_3709824031084511232_n

Við erum að byrja vinnu með flatarmál í 2. bekk. Finnum út flatarmál með því að telja reiti, mæla fleti með ýmsum hlutum og svo bera saman stærðir mismunandi flata.

flatarmál1
Hér má nálgast verkefnið.

Í þessu verkefni er byrjað á því að kasta tveimur teningum og lita jafnmarga reiti og talan sem kemur upp á teningunum. Þetta er gert með mismunandi litum þangað til búið er að lita alla reitina. Eftir það er hver litaflötur klipptur út og fletirnir svo límdir á annað blað.

31166843_10216200774552720_1334589228134170624_n31150244_10216200774312714_6547256611402940416_n

Úr þessu verða til fjölbreyttar og líflegar myndir hjá krökkunum sem sóma sér vel t.d. uppi á vegg. Þar sem allar myndirnar hafa sama flatarmálið er gaman að bera myndirnar saman og ræða hvers vegna þær virka misstórar.
Verkefnið var unnið í 2. bekk hjá okkur en ætti að henta öðrum aldurshópum.
Góða skemmtun!

Talan er!

talan er
Tala er skrifuð upp á töflu og búin til dæmi

Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.

Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru  að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.

Páskaegg

páskaegg

Hér eru nokkur orðadæmi um páskaegg sem framleidd eru í sælgætisverksmiðjunni Slikkerí. Verkefnið er í word skjali svo mögulegt er að breyta tölunum fyrir það þyngdarstig sem þarf. Við notuðum verkefnið í 2. bekk.

Verkefnið má nálgast hér: Páskaeggin2019