Brot

55957798_803595976663604_6181824198105628672_n

Í geymslunni í skólanum hjá okkur duttum við í lukkupottinn og fundum við þessi brotaspjöld sem fylgdu með bókinni Geisla fyrir einhverjum árum. Þetta eru hinar ýmsu stærðir og mismikið af hverju broti. Hægt er að nálgast brotahringi í verkefnahefti sem fylgir Sprota 4b og eru hringirnir í hluta 2.

55519490_363215317616098_552903307656429568_n

Við settum mismikið af hverju broti í umslag og krakkarnir röðuðu þeim svo í rétta stærðarröð. Þá var aðeins horft á brotið ½ ¼ o.s.f.v. en brotin ekki lögð saman strax.

54434544_1072031322984819_6705427775739658240_n

Í lokin settu þau brotin upp í bókina sína og notuðu rúðurnar og lögðu saman. Þetta var verkefni á stöð í hringekju og byrjun á okkar vinnu með almenn brot.

Fjögur í röð

fjórir í röð

Út frá formasúpunni okkar gerðum við þetta spil sem er á myndinni hér fyrir ofan. Tveir og tveir spila saman og er hvor um sig með sitthvorn litinn og einn tening. Spilafélagarnir skiptast á að kasta teningnum og lita þrívíða formið sem kemur upp. Þegar náðst hefur að lita fjögur form í röð; lárétt, lóðrétt eða á ská þá fæst eitt stig.

Nota má eitt form úr áður litaðri línu til að fá annað stig. Þetta má sjá hjá bláa leikmanninum hér fyrir ofan en hann er með eina lárétta litaða línu og notar eitt form úr henni til að klára aðra línu á ská.

Þá er bara að prenta út og prófa!

Fjórir í röð spil.

 

Formasúpa

c3berc3advc3adc3b0sc3bapa

Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.

Súpuna má nágast hér:

Formasúpa

Spegill, spegill.

49342211_2220841158174276_9077240855554686976_n

Þetta verkefni í speglun sáum við í kennsluleiðbeiningum með Sprota 3a, viðfangsefni kaflans er speglun og samhverfur. Við ákváðum að demba okkur í þetta verkefni og kom það mjög vel út hjá krökkunum.

50294470_280622222611284_6439981556848132096_n

Þetta var þó ekki eins auðvelt og það sýndist og vafðist aðeins fyrir nokkrum. Krakkarnir tóku sér þá krassblað, teiknuðu myndina sem þau vildu gera og prófuðu að setja á hana spegilás áður en þau klipptu myndina út. Svo var komið að því að líma og ef það mistókst, þá prufuðum við bara aftur.

50477455_1318038968334096_3354753827684220928_n

Við notuðum karton í A5 stærð í bakgrunninn og svo var pappírinn til að klippa út helmingurinn af því. Margar mismunandi myndir litu dagsins ljós og allir voru mjög spenntir að fara með speglunarlistaverkin sín heim.

50082534_2278419925765437_771696887404167168_n

 

 

Pastaréttur

50003255_2027461890666797_1888805408508739584_n

Við vorum að byrja á deilingu og ákváðum að leika okkur aðeins með pasta. Við skiptum pasta í poka og höfðum mismikið í þeim, pokinn sem var með mest í var með 100 stykkjum af pasta. Ekki var talið nákvæmlega í hina pokana, þar sem stundum eitthvað týnist eða ruglast á milli poka.

49344913_377047356404844_5037803124161511424_n

Krakkarnir tóku sex diska og svo einn poka með pasta. Þau byrjuðu á því að telja pastað og skiptu því svo jafnt á tvo diska því næst þrjá og svo koll af kolli þar til búið var að skipta því á sex diska.

Verkefnið var unnið í hringekju og voru tíu krakkar á stöðinni í einu og unnu tveir eða fleiri saman. Við vorum með átta poka með pasta fyrir þau til að telja og deila á milli diskana. Ekki þurfti að skrifa neitt niður en það er alveg möguleiki að skrifa niðurstöður á tússtöflur eða í reikningsbók.

 

Margfaldað í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar verkefni og fannst okkur tilvalið að nota þá í margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum og hringina með tölustöfunum frá 1 – 26 má nálgast hér.

46939899_288324378482159_189834084149624832_n

Í verkefnið þarf tvo bakka og svo tölur fá 1 – 10, tvo tappa, kubba og eitthvað til að skrifa á. Krakkarnir byrja að kasta tveimur töppum í bakkana og margfalda svo saman tölurnar sem tapparnir lentu á. Við notuðum litar tússtöflur sem við eigum til að skrifa á.

47072122_660434141019716_6968343073482866688_n

Við erum að byrja í margföldun þannig við hvöttum krakkana til að finna sér leið að svarinu, hér er tússtaflan notuð til að teikna leiðina að lausninni.

46847370_2107550982659219_701636500403519488_n

Hér er svo farin sú leið að nota kubba sér til aðstoðar en nota töfluna til að skrifa upp dæmið. Okkur fannst það að nota tússtöflurnar skemmtileg tilbreyting og gera verkefnið meira spennandi. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju og unnu tveir saman.

 

Tangram

46165604_253476038670942_1747047023607021568_n

Í vinnu með form, hvort sem það eru tví- eða þrívíð form er gaman að nota tangram. Við vorum að vinna með þrívíð form og var tangram á einni stöð í stærðfræði hringekju hjá okkur. Mögulegt er að nálgast tangram í verkefnaheftum með Sprota 3b og Sprota 4b.
Við ljósrituð þau á karton.

46171912_540782036346010_2612839420331556864_n

Myndir til að púsla eftir saman má finna á netinu með því að leita eftir tangram puzzle template. Myndirnar eru bæði með formunum sýnilegum en einnig líka það sem formin sjást ekki, við vorum með bæði og gátu krakkarnir þá valið hvernig þau unnu verkefnið. Stöðin var mjög vinsæl og voru krakkarnir spenntir að taka tangramið með sér heim en allir klipptu út sitt eigið.