Hundrað-, tuga- og einingaspil

Á ráðstefnu Skólaþróunar síðastliðinn ágúst gáfum við gestum okkar teningaspil eftir fyrirlestur okkar. Tvær útgáfur eru af spilinu/leiknum; önnur með hundrað, tugum og einingum – þá eru notaðir 3 teningar og svo hinsvegar með tugum og einingum – en þá eru tveir teningar notaðir. Nemendur geta verið tveir og tveir saman og lagt þá saman stig í lok spilsins eða hver og einn unnið verkefnið sjálfur.

teningaspil2
Hér má nálgast tuga og eininga spilið
teningaspil1
Hér má nálgast hundrað, tuga og eininga spilið

Gott er að hafa spilið báðum megin á blaðinu. Þá er bara að prenta út og kasta teningunum.

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Stærðfræðistofan á Facebook

Velkomin á síðuna okkar og vonandi getið þið nýtt ykkur þær hugmyndir sem við höfum sett hingað inn. Hægt er að leita eftir efni hér til hliðar og koma þá upp allar færslur tengdar því efni sem valið er.

Endilega fylgið facebook síðunni okkar  Stærðfræðistofan, þar má auðveldlega fylgjast með þegar nýjar færslur koma inn hér inn.

Kahoot

Kahoot er vefsíða þar sem hægt að útbúa allskyns spurningaleiki á auðveldan hátt. Margir geta spilað saman í einu og notuð eru snjalltæki. Við í Stærðfræðistofunni erum með leiki inni á Kahoot sem allir geta nálgast. Það þarf að ná sér í notendanafn til að skrá sig inn, það er mjög fljótlega gert. Sá sem stjórnar leiknum (kennarinn) fer inn á síðuna create.kahoot.com og er tengdur við skjávarpa svo að þátttakendur sjái spurningarnar. Þátttakendur (nemendur) fara þá inn á kahoot.it. Til að nota okkar leiki er hægt að leita eftir ,,staestofan”, stærðfræði eða eftir efnisflokkum t.d. margföldun og samlagning. Við höfum hér útbúið leiðbeiningar fyrir þá sem hafa ekki prófað Kahoot áður:

Hér á myndinni fyrir neðan var leitað eftir orðinu margföldun og komu þá upp tveir leikir.

IMG_0311[1]
Viðmót stjórnanda, ýtt er á play til að spila leik.
Þegar búið er að velja verkefni kemur upp mynd þar sem valið er annað hvort Classic eða Team mode, við höfum notað classic og eru 2 – 3 saman með eitt tæki.

IMG_0302

Viðmót stjórnanda og þátttakanda er ekki það sama. Stjórnandinn er með tölvuna sína tengda við skjávarpa. Næst kemur upp tala sem þátttakendur nota til að skrá sig til leiks. Þátttakendur fara inn á síðuna kahoot.it þar sem pin-númerið fyrir leikinn er skráð inn. Hver hópur velur næst nafn fyrir lið sitt og þegar það er komið birtast nöfn liðanna á skjánum hjá stjórnandanum. Hér fyrir neðan má sjá að Stærðfræðistofa hefur skráð sig inn. Þegar öll lið eru mætt til leiks ýtir stjórnandinn á start hjá sér.

IMG_0305
Pin-númerið fyrir leikinn.

 

IMG_0301
Nemendur slá inn pin-númer fyrir leikinn og búa svo til nafn á liðið sitt.

Þegar leikurinn byrjar birtist spurningin í stuttan tíma.

IMG_0306

Næst kemur spurningin upp með fjórum svarmöguleikum fyrir þátttakendur. Einnig má sjá hversu margir eru búnir að svara hverju sinni og þá tímann sem eftir er.

IMG_0307
Hér sjá þátttakendur svarmöguleikana.

Þátttakendur eru með snjalltæki og velja þar þá mynd sem þeir halda sé rétt svar.

IMG_0308
Viðmót þátttakenda í snjalltæki.

Þegar allir hafa svarað kemur upp mynd sem sýnir hve margir völdu hvaða valmöguleika.

IMG_0309
Hér má sjá dreifingu svara.

Gefin eru stig fyrir rétt svör og einnig fyrir hversu fljótt þátttakendur svara, birtist þá listi með fimm efstu þátttakendunum áður en farið er í næstu spurningu.

IMG_0310
Hér var aðeins einn þátttakandi svo hann var að sjálfsögðu efstur.

Nemendur höfðu verulega gaman að þessum leik og var mikið fjör í stofunni. Allur hópurinn spilaði saman og voru 2 – 3 saman í liði. Þessi leikur gæti einnig hentað á stöð í hringekju og væri þá einn nemandi stjórnandi hverju sinni.

 

 

Margföldun

Þessa vikuna erum við að vinna með margföldun. Þetta skemmtilega kast-verkefni er á einni stöð í hringekju hjá okkur. Það er frekar einfalt í framkvæmd, það þarf eitt ílát og 10 bolta fyrir hvern hóp sem í eru 2 – 3 krakkar.

IMG_0096
Karfa og 10 boltar, 2 – 3 nemendur saman í hóp.

Unnið er með margföldun frá 1 – 10. Sá sem byrjar kastar 10 boltum og reynir að hitta þeim ofan í körfu. Eftir það er margfeldið af boltunum sem fóru ofan í körfuna skrifað niður, sem dæmi má nefna að í fyrstu umferð hittir nemandi 6 boltum í körfuna þá skrifar hann 6 x 1 í bókina sína. Í næstu umferð er margfaldað með 2 og svo koll af kolli. Hver skrifar í sína bók eða á blað. Þegar búnar eru 10 umferðir reiknar hver og einn út stigin sín.

IMG_0099
Hér eru búnar 10 umferðir.

Auðvelt er að flytja verkefnið út í góða veðrið og þá jafnvel nota krít til að skrá margfeldið og reikna.

IMG_0103
Hér erum við komin út í góða veðrið.

Ein útgáfan í viðbót er að kríta hringi eða jafnvel nota húllahringi til að kasta inn í.

IMG_0107

Við höfðum fengið gefins álpappír og notuðum hann í boltana okkar en ein hugmynd er að sækja pappír í endurvinnslukassann og útbúa bolta úr pappír.

 

Sparigrísinn

Þegar nemendur voru að vinna með peninga í vetur þá útbjuggum við þetta spil. Hugmyndin kemur úr kennsluleiðbeiningunum úr Sprota en við útfærðum það á okkar hátt.

IMG_0167
Hér má nálgast fyrirmæli fyrir spilið.

Spilið gengur þannig fyrir sig að nemendur fylla sparigrísinn sinn með ákveðinni upphæð. Notaðir eru þrír teningar í mismunandi litum, nemendur ákveða hvaða litur táknar hundruð, tugi og einingar.

IMG_0178
Hér hefur nemandi fengið 242 og fjarlægir því 242kr. úr sparibauk mótspilara.

Teningunum er kastað og sá sem kastaði fjarlægir þá upphæð sem teningarnir segja til um úr sparibauk mótspilara. Upphæðin fer ekki í annan sparigrís heldur er hún lögð til hliðar. Sá tapar sem fyrr er með tóman grís. Við fundum grísina með því að google með því að slá inn  “piggy bank template”

 

Mynstur

Við rákumst á skemmtilegt verkefni á dögunum þar sem notast var við Legókubba og með þeim mynduð ýmis mynstur eftir fyrirmynd. Þar sem við vorum ekki með mikið af Legókubbum við höndina ákváðum við að nota Unifix kubba í staðinn.

cropped-photo-1.jpg
Hér er hægt að nálgast renningana.

Útbúnir voru renningar með mynstrum í lit og krakkarnir byggðu svo úr Unifix kubbunum eftir þeim mynstrum. Á hverju blaði eru 3 renningar og skárum við blöðin niður og festum saman með splitti á endanum. Í hvern bunka fóru 6 verkefni eða 2 blöð en einnig bættum við við blöðum með auðum dálkum, þannig gátu krakkarnir litað sín eigin mynstur og byggt eftir þeim með kubbunum. Þetta verkefni var notað í hringekju og voru oftast tveir sem unnu saman með einn bunka hverju sinni.

Talnaspjöld

Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.

IMG_0187
Spjöldin koma af síðunni activityvillage.co.uk

Hér fyrir neðan eru þrjár einfaldar hugmyndir að hvernig hægt er að nota spjöldin.

Við fengum ábendingu að spjöldin sem við notuðum kosta núna. Hér fyrir neðan er tveir tenglar þar sem nálgast má frí talnaspjöld.

Talnaspjöld upp í 100.

Talnaspjöld upp í 120.

Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.

IMG_0203
Enter a caption

Hugmynd 2:
Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.

IMG_0209

Hugmynd 3:
Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.

IMG_0227

Samlagning með spilum

Það verður allt einhvern veginn meira spennandi þegar það má draga. Við höfum notað spilastokkinn mikið og hér erum við að leggja saman með aðstoð spilanna. Í byrjun drógu krakkarnir tvö spil og lögðu saman. Með því að telja táknin á hverju spili verður samlagningin auðveldari.

IMG_0140
Nemendur drógu tvö spil og lögðu þau saman.

Þegar lengra var haldið og tugirnir voru komnir til sögunnar drógu þau tvö spil og bjuggu til tölu úr þeim og síðan aftur tvö. Að lokum lögðu þau svo þessar tvær tölur saman.

IMG_0143
Hér eru tölurnar 28 og 47 lagðar saman.

Verkefnið var notað í hringekju og oftast unnu nemendur tveir og tveir saman.

Búðarleikur

Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.

IMG_0092
Hér má nálgast peningaupphæðir undir 100 kr.

Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og  fengu til baka ef það átti við.

Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.

IMG_0128
Hér má nálgast upphæðir á bilinu 100 -990 kr.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.