
Þegar snjórinn hvarf um daginn fórum við í snjókast inn í stofunni okkar. Boltarnir eru með samlagningardæmum og krakkarnir höfðu blað til að skrá svörin við dæminum. Snjóboltarnir fóru allir í miðjuna á stofunni og öll sóttu einn bolta í einu, reiknuðu dæmið, skráðu á blaðið og köstuðu svo boltanum aftur inn í miðjuna áður en nýr bolti var sóttur. Snjóboltarnir eru með númeri í horninu og var summan á dæminu skráð í reit með sama númeri á skráningarblaðinu.
Með því að prenta boltana út í A3 verða þeir aðeins stærri og auðveldara að kasta þeim. Þetta var voða fjör og mætti útfæra á tvo vegu að annað hvort séu reiknuð ákveðin mörg dæmi eða að leikurinn standi yfir í ákveðin tíma.

Ein önnur hugmynd væri að plasta snjóboltana og fara með þá út og þá búa til einskonar ratleik.
Hér má nálgast snjóboltana og skráningarblaðið.
Snjóboltar 0 – 15
Snjóboltar 10 – 30
Snjóboltar tugir
Snjóboltar skráningarblað


















