Snjókast

Þegar snjórinn hvarf um daginn fórum við í snjókast inn í stofunni okkar. Boltarnir eru með samlagningardæmum og krakkarnir höfðu blað til að skrá svörin við dæminum. Snjóboltarnir fóru allir í miðjuna á stofunni og öll sóttu einn bolta í einu, reiknuðu dæmið, skráðu á blaðið og köstuðu svo boltanum aftur inn í miðjuna áður en nýr bolti var sóttur. Snjóboltarnir eru með númeri í horninu og var summan á dæminu skráð í reit með sama númeri á skráningarblaðinu.

Með því að prenta boltana út í A3 verða þeir aðeins stærri og auðveldara að kasta þeim. Þetta var voða fjör og mætti útfæra á tvo vegu að annað hvort séu reiknuð ákveðin mörg dæmi eða að leikurinn standi yfir í ákveðin tíma.

Ein önnur hugmynd væri að plasta snjóboltana og fara með þá út og þá búa til einskonar ratleik.

Hér má nálgast snjóboltana og skráningarblaðið.
Snjóboltar 0 – 15
Snjóboltar 10 – 30
Snjóboltar tugir
Snjóboltar skráningarblað

Línus Mínus

Hér er verið að byrja vinnu með frádrátt og hann Línus Mínus kynntur til sögunar.
Hann er oft að taka frá okkur og jafnvel stela. Við byrjuðum að vinna með kubba og til að gera það skýrara eru krakkarnir með þessa mynd hér fyrir neðan undir kubbana á meðan þau æfða sig.
Inn í húsið fara kubbarnir sem þau eiga (sem hér eru 8) og svo kemur Línus Mínus og tekur kubba og setur í pokann sinn (sem hér eru 3) þá eiga þau eftir kubbana sem eru eftir í húsinu
(sem hér eru 5).


Hér má nálgast myndina til útprentunar.

Hér fyrir neðan má finna blöð með frádráttardæmum til að prenta út.

Blöð með dæmum undir 10.
Blöð með dæmum undir 15.

Hrekkjavaka

hrekkjav.-ordad

Hér eru nokkur hrekkjavöku verkefni. Tvö verkefni eru með samlagningu og eitt verkefni er með stuttum orðadæmum. Hvert verkefni er tvær síður. Í öðru samlagningar verkefninu eru unnið með einingar, tugi og hundruð og nemendur geta notað áveðið mynstur við lausn dæmana. Annað verkefnið er samlagning undir 100 og er líka tilvalið til að æfa notkun á vasareikni. Orðadæmin henta vel fyrir samvinnu á milli nemenda þar sem þeir geta notað teikningar, kubba, peninga eða vasareikni til að leysa verkefnin.

Samlagning einingar, tugir og hundruð

Samlagning 0 – 20

Samlagning 10 – 50

Samlagning 0 – 100

Orðadæmi

hrekkjav-saml

Vasareiknir

This slideshow requires JavaScript.

Við höfum verið að vinna í nýju bókinni Stærðfræðispæjararnir1 sem kom út í haust hjá Menntamálastofnun. Í kafla 3 um reikning eru blaðsíður með vasareikni. Þessi vinna vakti mikla lukku og áhuga svo við ákváðum að æfa okkur meira.

Hér fyrir neðan eru tvö verkefni. Fyrra verkefnið hentar þeim sem eru óvanir að nota vasareikni og þurfa aðeins að átta sig á hvernig hann er notaður. Þegar við byrjuðum lékum við okkur aðeins og þau prufðu að slá inn fullt af tölum svo æfðum við okkur á að hreinsa og fá 0. Þegar við byrjuðum að reikna teiknuðum við reiti upp á töflu, jafnmarga og takkana sem ýta þurfti á. Því næst settum við tölur og tákn inn í reitina og prufuðum saman. Gott er að byrja á því að leggja saman tvær tölur undir 10 þ.e. að þurfa ekki að ýta á tvo takka á vasareikninum til að búa til tölu t.d. að ýta á 1 og 3 til að búa til töluna 13. Það sem við rákum okkur á er að minna á að ýta á = til að fá útkomuna og að hreinsa skjáinn til að fá 0 áður en við byrjum á næsta dæmi. Sumir áttu það til að ruglast á því hvort það væri talan 2 eða 5 sem væri á skjánum og getur þá hjálpað til að skoða tölurnar á tökkunum til að sjá hvernig 2 og 5 eiga að snúa þegar við erum ekki viss.

Verkefnið er tvær síður og með því að ljósrita báðu megin og brjóta í saman í helming verður til lítil bók.

Vasareiknir verkefni 1. Samlagning eins og tveggja stafa tölur.

Vasareiknir verkefni 2. Samlagning tveggja stafa tölur.

 

Satt og ósatt

95246817_659690164598996_3537850160413409280_n

Hér eru nokkur satt og ósatt verkefni sem við vorum að föndra. Krakkarnir klippa út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Þetta eru samlagningardæmi en einnig eru einfaldar jöfnur sem þau geta spreytt sig á.

Smá kennaratrix, ef blaðið á að fara í möppu er gott að gata efri helming blaðsins eins og á myndinni hérna fyrir ofan. Gott er að benda krökkunum á að klippa niður nokkur dæmi í einu, þannig er auðveldra að halda utan um verkefnið.

Samlagning undir 30

Samlagning 20 – 60

Samlagning 70 – 110

Jöfnur undir 10

Jöfnur 10 – 20

Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Pastaréttur

50003255_2027461890666797_1888805408508739584_n

Við vorum að byrja á deilingu og ákváðum að leika okkur aðeins með pasta. Við skiptum pasta í poka og höfðum mismikið í þeim, pokinn sem var með mest í var með 100 stykkjum af pasta. Ekki var talið nákvæmlega í hina pokana, þar sem stundum eitthvað týnist eða ruglast á milli poka.

49344913_377047356404844_5037803124161511424_n

Krakkarnir tóku sex diska og svo einn poka með pasta. Þau byrjuðu á því að telja pastað og skiptu því svo jafnt á tvo diska því næst þrjá og svo koll af kolli þar til búið var að skipta því á sex diska.

Verkefnið var unnið í hringekju og voru tíu krakkar á stöðinni í einu og unnu tveir eða fleiri saman. Við vorum með átta poka með pasta fyrir þau til að telja og deila á milli diskana. Ekki þurfti að skrifa neitt niður en það er alveg möguleiki að skrifa niðurstöður á tússtöflur eða í reikningsbók.

 

Talan er!

talan er
Tala er skrifuð upp á töflu og búin til dæmi

Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.

Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru  að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.

Páskaegg

páskaegg

Hér eru nokkur orðadæmi um páskaegg sem framleidd eru í sælgætisverksmiðjunni Slikkerí. Verkefnið er í word skjali svo mögulegt er að breyta tölunum fyrir það þyngdarstig sem þarf. Við notuðum verkefnið í 2. bekk.

Verkefnið má nálgast hér: Páskaeggin2019