Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast ýmis fleiri verkefni þar í gegn.
Kahoot er vefsíða þar sem hægt að útbúa allskyns spurningaleiki á auðveldan hátt. Margir geta spilað saman í einu og notuð eru snjalltæki. Við í Stærðfræðistofunni erum með leiki inni á Kahoot sem allir geta nálgast. Það þarf að ná sér í notendanafn til að skrá sig inn, það er mjög fljótlega gert. Sá sem stjórnar leiknum (kennarinn) fer inn á síðuna create.kahoot.com og er tengdur við skjávarpa svo að þátttakendur sjái spurningarnar. Þátttakendur (nemendur) fara þá inn á kahoot.it. Til að nota okkar leiki er hægt að leita eftir ,,staestofan”, stærðfræði eða eftir efnisflokkum t.d. margföldun og samlagning. Við höfum hér útbúið leiðbeiningar fyrir þá sem hafa ekki prófað Kahoot áður:
Hér á myndinni fyrir neðan var leitað eftir orðinu margföldun og komu þá upp tveir leikir.
Viðmót stjórnanda, ýtt er á play til að spila leik.Þegar búið er að velja verkefni kemur upp mynd þar sem valið er annað hvort Classic eða Team mode, við höfum notað classic og eru 2 – 3 saman með eitt tæki.
Viðmót stjórnanda og þátttakanda er ekki það sama. Stjórnandinn er með tölvuna sína tengda við skjávarpa. Næst kemur upp tala sem þátttakendur nota til að skrá sig til leiks. Þátttakendur fara inn á síðuna kahoot.it þar sem pin-númerið fyrir leikinn er skráð inn. Hver hópur velur næst nafn fyrir lið sitt og þegar það er komið birtast nöfn liðanna á skjánum hjá stjórnandanum. Hér fyrir neðan má sjá að Stærðfræðistofa hefur skráð sig inn. Þegar öll lið eru mætt til leiks ýtir stjórnandinn á start hjá sér.
Pin-númerið fyrir leikinn.
Nemendur slá inn pin-númer fyrir leikinn og búa svo til nafn á liðið sitt.
Þegar leikurinn byrjar birtist spurningin í stuttan tíma.
Næst kemur spurningin upp með fjórum svarmöguleikum fyrir þátttakendur. Einnig má sjá hversu margir eru búnir að svara hverju sinni og þá tímann sem eftir er.
Hér sjá þátttakendur svarmöguleikana.
Þátttakendur eru með snjalltæki og velja þar þá mynd sem þeir halda sé rétt svar.
Viðmót þátttakenda í snjalltæki.
Þegar allir hafa svarað kemur upp mynd sem sýnir hve margir völdu hvaða valmöguleika.
Hér má sjá dreifingu svara.
Gefin eru stig fyrir rétt svör og einnig fyrir hversu fljótt þátttakendur svara, birtist þá listi með fimm efstu þátttakendunum áður en farið er í næstu spurningu.
Hér var aðeins einn þátttakandi svo hann var að sjálfsögðu efstur.
Nemendur höfðu verulega gaman að þessum leik og var mikið fjör í stofunni. Allur hópurinn spilaði saman og voru 2 – 3 saman í liði. Þessi leikur gæti einnig hentað á stöð í hringekju og væri þá einn nemandi stjórnandi hverju sinni.
Við rákumst á skemmtilegt verkefni á dögunum þar sem notast var við Legókubba og með þeim mynduð ýmis mynstur eftir fyrirmynd. Þar sem við vorum ekki með mikið af Legókubbum við höndina ákváðum við að nota Unifix kubba í staðinn.
Útbúnir voru renningar með mynstrum í lit og krakkarnir byggðu svo úr Unifix kubbunum eftir þeim mynstrum. Á hverju blaði eru 3 renningar og skárum við blöðin niður og festum saman með splitti á endanum. Í hvern bunka fóru 6 verkefni eða 2 blöð en einnig bættum við við blöðum með auðum dálkum, þannig gátu krakkarnir litað sín eigin mynstur og byggt eftir þeim með kubbunum. Þetta verkefni var notað í hringekju og voru oftast tveir sem unnu saman með einn bunka hverju sinni.
Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.
Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.
Enter a caption
Hugmynd 2: Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.
Hugmynd 3: Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.
Það verður allt einhvern veginn meira spennandi þegar það má draga. Við höfum notað spilastokkinn mikið og hér erum við að leggja saman með aðstoð spilanna. Í byrjun drógu krakkarnir tvö spil og lögðu saman. Með því að telja táknin á hverju spili verður samlagningin auðveldari.
Nemendur drógu tvö spil og lögðu þau saman.
Þegar lengra var haldið og tugirnir voru komnir til sögunnar drógu þau tvö spil og bjuggu til tölu úr þeim og síðan aftur tvö. Að lokum lögðu þau svo þessar tvær tölur saman.
Hér eru tölurnar 28 og 47 lagðar saman.
Verkefnið var notað í hringekju og oftast unnu nemendur tveir og tveir saman.
Hér er verið að vinna með tugi og einingar. Þetta spil svipar til bankaleiksins sem margir þekkja. Spilið var valið því nemendur eiga auðvelt með að átta sig á hvenær skipta á út tug fyrir einingar, svo er það líka svo litríkt og skemmtilega uppsett. Spilið má
nálgast hér og er frítt.
Tveir spila saman og notaðir eru tveir teningar ásamt tuga og eininga kubbum.
Það fylgja skífur með spilinu, til útprentunar sem segja til um fjölda kubba sem á að taka.Við völdum að nota tvö teninga, þá þurftu krakkarnir að leggja saman tvær tölur.
Hér er byrjað að spila.
Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir og tveir saman.
Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.
Spjöld með tölum og plast hlekkir.
Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.
Búið að hengja jafnmarga plast hlekki í spjaldið og talan segir til um.
Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.