Tölfræði

41651250_385659795304738_5790508941788053504_n
Hér voru litir valdir sem viðfangsefni.

Við höfum verið að vinna með tölfræði og upplýsingar og í þessu verkefni gerðu krakkarnir sín eigin súlurit. Allir byrjuðu á því að velja sér viðfangsefni til að vinna með og teiknuðu myndir inn á skífu. Margskonar viðfangsefni urðu fyrir valinu m.a. litir, form, farartæki, matur, dýr, emoji og fleira.

41520200_247757715908386_2711514202308083712_n

Verkefnið var unnið í tveimur hlutum og byrjuðum við á því að útbúa skífuna og líma hana inn í reiknibók. Skífan sem við notuðum er í verkefnahefti sem fylgir Sprota 2b og má nálgast hér. Skífan er með 6 svæðum en það er líka til skífa meðsvæðum í verkefnaheftinu.

Í næsta tíma útbjuggu þau tíðnitöflu, sem má nálgast hér, með viðfangsefninu sem þau höfðu valið (sjá á myndinni hér fyrir ofan). Eftir snéru þau bréfaklemmu á skífunni 25 sinnum og skráðu með talningarstrikum í tíðnitöfluna um leið. Að lokum gerðu þau súlurit út frá tíðnitöflunni.

 
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fannst sérstaklega skemmtilegt að velja sín eigin viðfangsefni fyrir súluritið.

41650147_689325484777034_8341182086354305024_n
Hér voru hringir í mismunandi litum fyrir valinu.

 

 

 

Flatarmál

31081656_10216200774512719_3709824031084511232_n

Við erum að byrja vinnu með flatarmál í 2. bekk. Finnum út flatarmál með því að telja reiti, mæla fleti með ýmsum hlutum og svo bera saman stærðir mismunandi flata.

flatarmál1
Hér má nálgast verkefnið.

Í þessu verkefni er byrjað á því að kasta tveimur teningum og lita jafnmarga reiti og talan sem kemur upp á teningunum. Þetta er gert með mismunandi litum þangað til búið er að lita alla reitina. Eftir það er hver litaflötur klipptur út og fletirnir svo límdir á annað blað.

31166843_10216200774552720_1334589228134170624_n31150244_10216200774312714_6547256611402940416_n

Úr þessu verða til fjölbreyttar og líflegar myndir hjá krökkunum sem sóma sér vel t.d. uppi á vegg. Þar sem allar myndirnar hafa sama flatarmálið er gaman að bera myndirnar saman og ræða hvers vegna þær virka misstórar.
Verkefnið var unnið í 2. bekk hjá okkur en ætti að henta öðrum aldurshópum.
Góða skemmtun!

Talan er!

talan er
Tala er skrifuð upp á töflu og búin til dæmi

Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.

Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru  að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.

Páskaegg

páskaegg

Hér eru nokkur orðadæmi um páskaegg sem framleidd eru í sælgætisverksmiðjunni Slikkerí. Verkefnið er í word skjali svo mögulegt er að breyta tölunum fyrir það þyngdarstig sem þarf. Við notuðum verkefnið í 2. bekk.

Verkefnið má nálgast hér: Páskaeggin2019

Tvöföldun

Tvöföldunar bingó;  krakkarnir vinna tveir eða fleiri saman. Allir hafa eitt bingóspjald og skiptast á að draga spil úr spilastokki og tvöfalda töluna á spilinu. Ef dregið er mannspil gildir það ekki og næsti í röðinni dregur spil. Sá vinnur sem er fyrri til að krossa yfir allar tölurnar á bingóspjaldinu sínu.

28879429_10215801657775050_491880095_o
Tvöföldunar bingó

Tvöföldunar leikur þar sem nemendur kasta tening og tvöfalda töluna sem kemur upp. Þeir merkja svo með talningarstriki við töluna og lita einn reit hjá tvöfaldaðri tölunni.

28876430_10215801655975005_1502405317_o
Tvöföldun

Verkefnin má nálgast með því að smella á hlekki undir myndunum.

 

 

Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Hundrað-, tuga- og einingaspil

Á ráðstefnu Skólaþróunar síðastliðinn ágúst gáfum við gestum okkar teningaspil eftir fyrirlestur okkar. Tvær útgáfur eru af spilinu/leiknum; önnur með hundrað, tugum og einingum – þá eru notaðir 3 teningar og svo hinsvegar með tugum og einingum – en þá eru tveir teningar notaðir. Nemendur geta verið tveir og tveir saman og lagt þá saman stig í lok spilsins eða hver og einn unnið verkefnið sjálfur.

teningaspil2
Hér má nálgast tuga og eininga spilið
teningaspil1
Hér má nálgast hundrað, tuga og eininga spilið

Gott er að hafa spilið báðum megin á blaðinu. Þá er bara að prenta út og kasta teningunum.

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Kahoot

Kahoot er vefsíða þar sem hægt að útbúa allskyns spurningaleiki á auðveldan hátt. Margir geta spilað saman í einu og notuð eru snjalltæki. Við í Stærðfræðistofunni erum með leiki inni á Kahoot sem allir geta nálgast. Það þarf að ná sér í notendanafn til að skrá sig inn, það er mjög fljótlega gert. Sá sem stjórnar leiknum (kennarinn) fer inn á síðuna create.kahoot.com og er tengdur við skjávarpa svo að þátttakendur sjái spurningarnar. Þátttakendur (nemendur) fara þá inn á kahoot.it. Til að nota okkar leiki er hægt að leita eftir ,,staestofan”, stærðfræði eða eftir efnisflokkum t.d. margföldun og samlagning. Við höfum hér útbúið leiðbeiningar fyrir þá sem hafa ekki prófað Kahoot áður:

Hér á myndinni fyrir neðan var leitað eftir orðinu margföldun og komu þá upp tveir leikir.

IMG_0311[1]
Viðmót stjórnanda, ýtt er á play til að spila leik.
Þegar búið er að velja verkefni kemur upp mynd þar sem valið er annað hvort Classic eða Team mode, við höfum notað classic og eru 2 – 3 saman með eitt tæki.

IMG_0302

Viðmót stjórnanda og þátttakanda er ekki það sama. Stjórnandinn er með tölvuna sína tengda við skjávarpa. Næst kemur upp tala sem þátttakendur nota til að skrá sig til leiks. Þátttakendur fara inn á síðuna kahoot.it þar sem pin-númerið fyrir leikinn er skráð inn. Hver hópur velur næst nafn fyrir lið sitt og þegar það er komið birtast nöfn liðanna á skjánum hjá stjórnandanum. Hér fyrir neðan má sjá að Stærðfræðistofa hefur skráð sig inn. Þegar öll lið eru mætt til leiks ýtir stjórnandinn á start hjá sér.

IMG_0305
Pin-númerið fyrir leikinn.

 

IMG_0301
Nemendur slá inn pin-númer fyrir leikinn og búa svo til nafn á liðið sitt.

Þegar leikurinn byrjar birtist spurningin í stuttan tíma.

IMG_0306

Næst kemur spurningin upp með fjórum svarmöguleikum fyrir þátttakendur. Einnig má sjá hversu margir eru búnir að svara hverju sinni og þá tímann sem eftir er.

IMG_0307
Hér sjá þátttakendur svarmöguleikana.

Þátttakendur eru með snjalltæki og velja þar þá mynd sem þeir halda sé rétt svar.

IMG_0308
Viðmót þátttakenda í snjalltæki.

Þegar allir hafa svarað kemur upp mynd sem sýnir hve margir völdu hvaða valmöguleika.

IMG_0309
Hér má sjá dreifingu svara.

Gefin eru stig fyrir rétt svör og einnig fyrir hversu fljótt þátttakendur svara, birtist þá listi með fimm efstu þátttakendunum áður en farið er í næstu spurningu.

IMG_0310
Hér var aðeins einn þátttakandi svo hann var að sjálfsögðu efstur.

Nemendur höfðu verulega gaman að þessum leik og var mikið fjör í stofunni. Allur hópurinn spilaði saman og voru 2 – 3 saman í liði. Þessi leikur gæti einnig hentað á stöð í hringekju og væri þá einn nemandi stjórnandi hverju sinni.